top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri fór fram í liðinni viku og sendi GS sveitir í bæði mótin. Karlasveitin spilaði í Borgarnesi og bæði 1. og 2. deild kvenna spiluðu hjá okkur á Hólmsvelli. Það var því líf og fjör í Leirunni alla keppnisdagana með 16 kvennalið og yfir 100 konur á staðnum. Mótið gekk alveg glimrandi vel og voru keppendur sérstaklega ánægðir með "shotgun" fyrirkomulagið sem ákveðið var að fylgja allt mótið. Fyrir hádegi hófu allar leik kl. 8 og eftir hádegi kl. 14. Með þessum hætti þurfti enginn að bíða eftir 9 holur og allar búnar að spila kl. 18. Þetta var frumraun í svona móti og erum við í GS mjög ánægð með hvernig til tókst.


Konurnar okkar spiluðu í 2. deild og voru í riðli með Kiðjabergi, Selfossi og Hveragerði. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leikina í riðlinum og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum. Þar mættu þær sameinuðu liði Dalvíkur og Ólafsfjarðar og héldu uppteknum hætti og sigruðu þann leik nokkuð örugglega. Síðasti leikur liðsins var úrslitaleikur um að komast upp í 1. deild. Sá leikur var gegn Kiðjabergi sem GS vann í riðlakeppninni. Þessi mikilvægi leikur liðsins vannst, GS Íslandsmeistarar og munu spila meðal þeirra bestu að ári. Frábær árangur og óskar GS þeim innilega til hamingju með sigurinn í deildinni.


Lið GS var skipað eftirfarandi leikmönnum:


Anna María Sveinsdóttir

Guðrún Þorsteinsdóttir

Sara Guðmundsdóttir

Sigurrós Guðrúnardóttir

Þóranna Andrésdóttir Karitas Sigurvinsdóttir Liðsstjóri: Karitas Sigurvinsdóttir


Karlasveit GS spilaði í efstu deild í Borgarnesi, endaði í 6. sæti og hélt sæti sínu meðal þeirra bestu. Þeir lentu í sterkum riðli sem samanstóð af liðum frá GS, GK, GA og Esju. Okkar menn sigruðu Keili glæsilega en töpuðu fyrir Esju og Akureyri. Sveitin var því aðeins hálfu stigi frá því að komast í undanúrslit líkt og á síðasta ári. 3. sætið varð raunin í riðlinum og því fallbarátta hjá okkar mönnum síðustu 2 leikina. Síðustu tveir leikir GS voru gegn heimamönnum sem tapaðist naumlega og ljóst að síðasti leikurinn var upp á líf og dauða í deildinni. GS drengirnir stóðust pressuna, sigruðu Öndverðarnesið örugglega og tryggðu sæti sitt í deildinni að ári með 6. sætinu. Golfklúbbur Suðurnesja óskar strákunum til hamingju með fínan árangur.


Sveitina skipuðu:

Þröstur Ástþórsson

Guðni Sveinsson

Kristján Björgvinsson

Friðrik K. Jónsson

Jóhannes Harðarson

Sigurþór Sævarsson

Kristinn Óskarsson

Sigurður Sigurðsson


Liðsstjóri: Snæbjörg Guðni Valtýsson





150 views0 comments

Comments


bottom of page