Ágætu þátttakendur í fyrsta móti á Öldungamótaröðinni. Mótastjórn og vallarnefnd hefur ákveðið að fresta Öldungamótinu sem á að fara fram á morgun 27.maí. Ástæða fyrir frestuninni er sú að völlurinn er mjög blautur eftir rigningar í nótt og mun ekki þorna fyrir morgundaginn og er það mat okkar að völlurinn verði óleikhæfur á morgun.
Fyrirhugað er halda þetta mót 9.júní nk,
Þeir kylfingar sem höfðu skráð sig og greitt mótsgjald munu fá bakfærslu næstkomandi mánudag, eins mun ný dagsetning um mótið vera tilkynnt á mánudag.
kv Móta og vallarnefnd GS.
gs@gs.is www.gs.is
Comments