Firmakeppni GS fór fram við sannkallaðar strandvallaaðstæður í dag, sól og „smá“ vindur lék við keppendur. Alls boðuðu um 40 lið þátttöku og skemmtu kylfingar sér vel á Hólmsvelli.
Keppnisfyrirkomulag var þannig að hvert firma hafði á að skipa tveggja manna liði, báðir leikmenn léku sínum bolta og taldi betra skor í punktum á hverri holu. Þá voru einnig nándarmælingar á öllum par 3 brautum og lengstu teighögg á 14. og 18. holu.
Úrslit (fimm efstu lið):
M2 43 punktar (Sigurður Sigurbjörnsson og Þröstur Ástþórsson) Isavia 1 42 punktar (Elvar Bjarki Friðriksson og Daníel Eyjólfsson) Isavia 2 42 punktar (Halldór Rúnar Þorkelsson og Guðmundur J. Hjaltested) Víkurfréttir 42 punktar (Snæbjörn Guðni Valtýsson og Þorsteinn Geirharðsson) Tannl.st. Kristínar Geirmunds. 41 punktur (Geirmundir Ingi Eiríksson og Þórhallur Vilbergsson)
Næstur holu á 3. braut – Jón Jóhannsson (2,6m) Næstur holu á 8. braut – Þorsteinn Magnússon (3,59m) Næstur holu á 13. braut – Snæbjörn Guðni Valtýsson (5,24m) Næstur holu á 16. braut – Óskar Halldórsson (2,55m) Lengsta teighögg á 14. braut – Íris Dögg Steinsdóttir Lengsta teighögg á 18. braut – Örvar Sigurðsson
Comments