Breytingar hafa orðið á veitingasölu Golfklúbbs Suðurnesja og mun klúbburinn sjá um reksturinn í sumar. Að þessu tilefni var auglýst nafnakeppni fyrr á árinu. Viðbrögðin voru frábær og kom fjöldinn allur af flottum hugmyndum. Dómnefndin fór yfir allar tillögur og á endanum kom samhljóma niðurstaða.
Fyrir valinu varð nafnið Leirukaffi. Það voru þrír félagar sem lögðu til þetta nafn, þeir Óskar Halldór Guðmundsson, Steinar Sigtryggsson og Þorlákur Helgi Ásbjörnsson. Við óskum þeim til hamingju og munu þeir allir hljóta 10.000 kr. inneign í Leirukaffi í sumar.
Vonandi batnar svo ástandið vegna covid-19 svo við getum opnað Leirukaffi sem fyrst!
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar 🙂
Comments