REGLUGERÐ UM GEYSISDEILDINA
Geysisdeildin er mótaröð fyrir félagsmenn Golfklúbbs Suðurnesja. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í Íslandsmóti golfklúbba (sveitakeppni). Allur ágóði af mótinu mun renna óskert til barna- og unglingastarfs GS.
Liðafjöldi og skipulag:
Hámarksliðafjöldi er sextán lið og þá er leikið í fjögurra liða riðlum þar sem allir spila við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi. Efstu tvö liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit séu sextán lið sem taka þátt. Dregið verður í riðla að skráningu lokinni.
Leikfyrirkomulag:
Í hverri umferð er leikinn einn fjórmenningur og tveir tvímenningar með forgjöf. Karlar leika af teigum 55 kk og konur af 46 kvk. Hver leikur gefur eitt stig. Ef leikir í riðlakeppninni eru jafnir eftir átján holur skal leik hætt og hvort liðið fær hálft stig. Í útsláttarkeppni skal leika allar viðureignir til úrslita nema ef úrslit leiksins liggja fyrir, þá teljast jafnir leikir eftir átján holur hálfaðir. Allir bráðabanar eru leiknir með forgjöf og eiga lið forgjöf á sömu holur og í hefðbundnum leik. Úrslit í riðlakeppni ráðast af fjölda þeirra stiga sem lið hljóta í keppninni. Verði lið jöfn að stigum ræður innbyrðis leikur. Ef enn er jafnt ræður fjöldi sigra í fjór- og tvímenningum röð. Ef úrslit liggja ekki enn fyrir skal leika bráðabana frá fyrstu braut um röð. Hvert lið teflir fram einu fjórmenningsliði. Báðabani er leikinn með forgjöf.
Liðsskipan:
Hvert lið skal skipað fimm eða sex leikmönnum. Í hverjum leik spila fjórir leikmenn og er liðsskipan leiksins tilkynnt á leikdegi áður en leikur hefst.
Fyrirliði skal fylla út þar til gert eyðublað sem er til taks í afgreiðslu golfskálans. Áður en leikur hefst skiptast fyrirliðar á eyðublöðum og þá er ljóst hverjir leika gegn hverjum.
Útreikningur forgjafar:
Í GEYSISDEILDINNI er leikin holukeppni með forgjöf. Hámarksleikforgjöf er 36.
Í tvímenningsleikjum er forgjöf mismunur á leikforgjöf keppenda. Dæmi: Leikmaður A fær 15 í vallarforgjöf og leikmaður B fær 16. Mismunurinn er 1 og fær því leikmaður B forgjöf á erfiðustu holu vallarins.
Í fjórmenningsleikjum er fyrst fundið meðaltal leikforgjafar liðsfélaga. Forgjöf leiksins er síðan fundin út með mismun á meðaltalsleikforgjöf liðanna. Dæmi: Liðsfélagarnir A og B eru með 16 og 12 í vallarforgjöf. Þeir eru því með 14 í meðal vallarforgjöf. Þeir eru að spila í fjórmennningi gegn C og D. C er með 8 í forgjöf og D er með 12. Þeir eru því með 10 í meðal vallarforgjöf. A og B fá því eitt högg í forgjöf á fjórar erfiðustu holur vallarins.
GEYSISDEILDIN
Til að skrá lið til keppni notið þennan tengil, einnig er hægt að senda póst á gs[at]gs.is eða hafa samband við skrifstofu GS í síma 421-4100.
Í skráningu skal koma fram nöfn fimm eða sex liðsmanna ásamt kennitölum, liðsnafn og hver er fyrirliði ásamt símanúmeri.
Vakin er athygli á því að ekki er hægt að skipta út nöfnum eftir að keppni hefst.
Mótsgjald er 30.000kr. á hvert lið.
Dregið verður í riðla.
Fastir leikdagar verða eftirfarandi:
Riðlakeppnin eru 3 leikir og verða settir fastir leikdagar og fráteknir rástímar. Ef lið sem eiga að mætast geta alls ekki mætt á leikdegi hafa þeir heimild til að sammælast um að leika sinn leik innan sömu viku.
-
umferð 23.6 kl.16:30-17:20
-
umferð 30.6 kl.16:30-17:20
-
umferð 14.7 kl.16:30-17:2
-
umferð 21.7 kl. 16:00-16:50
-
umerð 4.08 kl. 16:00-16:50
Sigurvegari riðilsins verður krýndur GEYSIS meistarinn 2021.
Nánar um stöðu deildarinnar hér.