REGLUGERÐ UM MEISTARAMÓT GS
Reglugerð samþykkt á stjórnarfundi Golfklúbbs Suðurnesja 18. mars 2024
Flokkar og keppnisfyrirkomulag:
Keppt er í eftirtöldum flokkum (þó háð því að næg þátttaka verði í hverjum flokki):
Skráningarfrestur er til klukkan 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.
Mótsstjórn raðar keppendum á rástíma en keppendur eiga val um fyrri eða seinni ræsingu; fyrstu tvo dagana er shotgun ræsing annars vegar kl. 10:00 og síðan kl. 16:00 en síðasta daginn ræður skor rástímum þar sem síðustu flokkarnir til að ljúka leik verða Mfl. karla og kvenna.
Til skiptingar í flokka eftir grunnforgjöf hækkar brot 0,5 eða hærra í næstu heila tölu.
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Verði skor jöfn til sigurs skal leika bráðabana á 1.holu nema í meistaraflokkum karla og kvenna sem spila 16.holu. til úrslita. Holan verði endurtekin þangað til úrslit fást.
Verðlaunaafhending fer fram í hófi að kvöldi síðasta keppnisdags.
Mótsstjórn skipa: Formaður mótanefndar, mótanefnd GS, íþróttastjóri, og framkvæmdastjóri GS. Mótsstjórn hefur heimild til að sameina eða fella niður flokka verði ekki lágmarksþátttaka í þeim flokki/flokkum. Lágmarksþátttaka telst sex keppendur í flokki.
Meðan á Meistaramóti stendur er Hólmsvöllur lokaður öðrum en keppendum, Séu keppendur ekki við leik er þeim óheimilt að æfa á vellinum.
Golfbílar eru ekki leyfðir nema keppandi fái undanþágu frá mótsstjórn, undanþágur skulu aðeins veittar þeim kylfingum sem eiga erfitt um leik heilsu sinnar vegna.
Mótsstjórn hefur ákveðið að keppendum í flokki 65 ára og eldri er sjálfkrafa veitt undanþága en aðrir þurfa að sækja um undanþágu hjá mótsstjórn í síðasta lagi kl.12:00 þriðjudaginn 6. ágúst í tölvupósti.
Keppnisrétt í Meistaramót hafa skuldlausir félagar í Golfklúbbi Suðurnesja.