1. Golfklúbbur Suðurnesja tilkynnir það tímabil sem notkun golfbíla er heimil á vellinum ár hvert. Vallarstjóra er heimilt að veita undanþágu ef vallaraðstæður leyfa og er nauðsyn að hafa golfbíl vegna fötlunar eða aldurs
2. Ökumenn skulu fylgja reglum framleiðanda um notkun tækisins.
3. Að hámarki má ökumaður og einn farþegi vera í bílnum að hverju sinni, og þeir skulu ávallt sitja á meðan bíllinn er á ferð
4. Ökumaður/leigutaki ber ábyrgð af meiðslum/skemmdum sem hljótast geta af akstri golfbílsins.
5. 16 ára aldurstakmark er á bílum og undir engum kringumstæðum er hægt að víkja frá þessari reglu.
6. 90 gráðu beygjur eru bannaðar. Ökumenn skulu fylgja öllum stígum og slóðum á vellinum og reyna að aka á svæði milli brautar og karga. (mið-karga)
7. Golfbílar eiga aldrei að fara nær en 50 metrum frá grínum og 10 metra frá glompum, vötnum og teigum, nema stígar liggja þar við. Heimilt er að fara nær gríni ef leiðbeiningar segja til um það.