Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nýliðaflokk í Meistaramóti GS 2019. Nýliðaflokkur leikur 3×9 holur, frá mánudegi til miðvikudags.
Mikil fjölgun hefur orðið á nýliðum í klúbbnum og nýliðanámskeiðin hans Sigga Palla tókust vonum framar, færri komust að en vildu.
Nýliðaflokkur:
Í nýliðaflokkinn geta allir nýliðar skráð sig, þ.e. þeir sem hafa gengið í klúbbbinn á árinu og einnig þeir sem hafa sótt nýliðanámskeiðin. Rástímar eru áætlaðir frá kl. 17 alla dagana. Vanir kylfingar munu ganga með ráshópunum og liðsinna eftir þörfum. Innifalið í mótsgjaldi er lokahóf Meistaramótsins (fyrir átján ára og eldri) sem fram fer á laugardagskvöldinu, þar verður glæsilegur kvöldverður fram borinn og verðlaunaafhending fer fram að honum loknum.
Við hvetjum alla nýliða að taka þátt í Meistaramótinu, skemmtilegasta móti ársins, og mæta á lokahófið til að kynnast öllu því skemmtilega fólki sem er í Golfklúbbi Suðurnesja.
Með golfkveðju frá mótssjórn Meistaramóts
Comments